Padlet + Sway

Fjölmargir kennarar hafa prófað sig áfram með Padlet í skólastofunni við góðan orðstír. Padlet er einfalt verkfæri sem gerir nemendum og kennurum kleift að vinna saman, rifja upp, deila hlekkjum og myndum þannig að allir sjá vinnu annara.

Nú er loksins hægt að fella inn (e: embed) padletsíðu inn í Sway-skjal og þannig búa til gagnvirka kynningu fyrir nemendur sem þeir geta sett efni inn á. Til að fella inn padlet síðu í Sway-skjal er smellt á share > share/export/embed > Embed in your blog or your website > copy (undir copy and paste this code in the text editor of your blog or HTML of your website) efst hægra megin á padlet síðunni ykkar.

 

Við hvetjum kennara til að prófa þennan fídus og deila með öðrum t.d. gegnum facebook-hóp Microsoft í kennslu