Holidays around the World


Beverly Ladd, kennari við Pine Valley Elementary skólann í North-Carolina er dugleg að nota Skype í kennslustofunni og 'ferðast' þúsundir kílómetra á hverju skólaári með það að markmiði að kynna heiminn fyrir nemendum sínum. Síðustu vikur hefur bekkurinn hennar 'ferðast' um Evrópu og fræðst um jólasiði og -venjur í Rúmeníu, Svíþjóð, Írlandi, Bretlandi og á Íslandi. Verkefnið kalla þau 'Holidays around the world' og er markmiðið að fræðast um mismunandi menningarheima og hvernig jólahátíðin er haldin hátíðleg á þessum stöðum. Einn íslenskur skóli, Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit, tók þátt í þessu verkefni með Beverly og bekknum hennar og fengu þau að fræða krakkana í North_Carolina um okkar hefðir og venjur og fengu um leið að fræðast um hvernig bandarísk börn halda jólin hátíðleg.

Holidays around the World er skemmtilegt dæmi um það hvernig hægt er að opna veggi kennslustofunnar og nýta sér tæknina til að innleiða nýja kennsluhætti. Við hvetjum kennara til að fylgja Beverly og bekknum hennar á twitter þar sem þau eru mjög dugleg að láta heiminn vita af því sem þau eru að gera hverju sinni:

Comments (0)

Skip to main content