Kennsluleiðbeiningar fyrir Onenote og Onenote Class Notebook


Onenote er (sennilega) besta verkfæri í heimi og hefur gert ótrúlega mikið fyrir mig í minni vinnu varðandi skipulag og utanumhald. Ég hef notað þetta verkfæri í u.þ.b. eitt ár núna eða allt frá því að ég bjó fyrst til Onenote Class Notebook fyrir krakkana sem ég kenndi í fyrra og fór að nota það tól í kennslunni. Onenote Class Notebook er námsumsjónarkerfi sem veitir kennaranum aðgang að glósubókum allra nemenda auk skjalasvæðis og samvinnusvæðis þar sem bekkurinn getur unnið að verkefnum í sameiningu.

class-notebook

Í síðustu viku var okkur MIE Experts boðið á kynningu hjá Mike Tholfsen (@mtholfsen á Twitter) þar sem framtíðarsýn Microsoft á Onenote í kennslu var kynnt. Kynningin var frábær og greinilega spennandi tímar framundan í skólamálum hjá Microsoft. Á kynningunni talaði Mike m.a. um það að notkun á Onenote Class Notebook hefur tífaldast síðustu mánuði hér á Íslandi. Sannarlega gleðitíðindi og greinilegt að fjölmargir kennarar eru farnir að nýta sér þetta frábæra verkfæri með nemendum sínum.

 

Ég ákvað í framhaldinu að búa til kennsluleiðbeiningar fyrir kennara og deila með þeim sem vilja notfæra sér þetta verkfæri. Ég vistaði Onenote glósubók á docs.com þar sem hægt er að hlaða henni niður, opna svo í Onenote og hafa þannig aðgang að efninu hvar og hvenær sem er. Hvet ykkur til þess að skoða bókina og hafa samband við mig ef ykkur finnst eitthvað vanta eða megi betur fara í uppsetningu.

 

Njótið 🙂

Onenote Kennarahandbók

Comments (0)

Skip to main content